Jóladagatal Ionu – 4.desember – Heitt súkkulaði

Stundum er aðeins of mikið að gera og þá er alltaf gott að fá sér kakóbolla á kvöldin. Er núna á síðustu metrunum fyrir jólafrí í skólanum og það er ansi mikið að gera. Því ákvað ég að gera heitt súkkulaði í stað kakó þar sem það eru aðeins 20 dagar í jól. Bætti smá kanil í bollann og þeyttum rjóma. Svo núna í kvöld er verið að taka kósý lærdóm heima með heitt súkkulaði og voffa mér við hlið. Heitt súkkulaði er einstaklega gott í þessum kulda.

No comments: