Skapandi meistaramánuður #20 – Haustfánar

Haustvindarnir eru búnir að vera duglegir í dag. 
Bjó til haust fánaborða innblásinn frá vindunum. 
Skapandi meistaramánuður #19 – Einfaldir hringir

Einfalt skart heillar mig. 
Bjó til nokkra einfalda hringi í dag úr gylltum vír. 
Einfalt og fallegt. 
Vonandi áttu þið góða helgi. 

Skapandi meistaramánuður #18 – Matarblætismyndir af eggjasalati dagsins

Gerði eggjasalat í morgun sem ég tók með mér í vinnuna. 
Gladdi það samstarfskonu mína mikið. 
Eggjasalat er súper einfalt og mæli ég með því að allir prufi sig áfram í salatgerðinni. 
Gaman að finna út hvað hentar þér best. Mér finnst t.d. betra að nota grískt jógúrt í stað majónes.

Skapandi meistaramánuður #17 – Bókverk úr gömlum bókum

Veikindi voru að hrjá mig í dag. Ég gerði samt sem áður eitthvað skapandi líkt og aðra daga. 
Held það hafi bara hjálpað mér í veikindunum að skapa eitthvað fínt. 
Gerði tvö bókverk úr gömlum, rifnum bókum sem ég fékk gefins.