Skapandi meistaramánuður #31 – Lokayfirferð

Síðasti dagur Októbers! Loka dagur meistaramánuðs. 
Í dag voru tvær lokayfirferðir í dag. Rosa mikið að gera en rosa gaman. 
Svo leikhús í kvöld. 
Góða helgi og takk fyrir að fylgjast með mér í þessum mánuð. 
Skapandi meistaramánuður #30 – Vinnuhendur

Miklar yfirferðir á morgun ( í dag ) í skólanum.
Er búin að vera að vinna að lokaskilum í allann dag.
Skannaði hendurnar mínar i gegnum daginn, ekkert hægt að vera með skvísuneglur í þessu fagi.

Skapandi meistaramánuður #29 – Þurrkuð blóm

Er mikið fyrir blóm og kaupi oft blóm til að hafa heima. Finnst líka fallegt að þurrka þau þegar þau eru orðin soldið þreytt og gefa þeim þannig lengra líf. 
Finna vasa fyrir þau eða/og taka fallegar myndir af þeim. 


Skapandi meistaramánuður #28 – Tannhjólin og leiserprentarinn

Það var stuð í skólanum í dag. Það er mikið um að vera í skólanum þessa daganna fyrir vetrafríið.
Ég og hópurinn minn prentuðum tannhjól í leiserskerara. Mjög skemmtilegt.
Nú er bara að bíða og sjá hvernig þetta verkefni kemur allt saman.