22. desember – Jólatréð sett upp

Fórum seint í kvöld og keyptum lítið og sætt jólatré.
Svo gaman að setja upp fallegt tré og skreyta.
Njótið Þorláksmessunar með vinum og fjölskyldu.


21. desember – Litlu jólin

Í kvöld voru árlegu litlu jól vinkonuhóp míns. 
Jólalegt og kósý kvöldstund með vinkonum.


20. desember – Jólabakstur

Í kvöld var bakað með mömmu og systur. 
Með jólatónlist á fóninum bökuðum við nokkrar sortir. Korter í jólin. 19. desember – Tónleikar á aðventunni

Fór á tónleika í kvöld í Mengi. Þetta voru tónleikar góðvinkonu minnar Báru Gísladóttur. 
Hún var að gefa út plötuna Different Rooftops
Fallegir og vel heppnaðir tónleikar hjá Báru, eins og alltaf. 
Mæli með plötunni í jólapakkann, frumleg og öðruvísi.