Gleðilega páska

Nú er mánuður þar til útskriftarsýning LHÍ opnar á Listasafni Reykjavíkur. 
Mjög mikið að gera, mikið að hugsa um og pæla í yfir páskana. 
Þrátt fyrir æsing tengt verkefninu þá er alltaf gott að staldra aðeins við og njóta. 
Ég setti upp smá páskaskraut í tilefni hátíðarinnar, vorhátíðin eins og ég kýs að kalla páskana. 
Hér eru nokkrar myndir af skrautinu. Eigið gott frí og munið að njóta þess. 
Snakk úr tortillum

Bjó til snakk úr tortillum þegar ég kom heim úr skólanum. 

Það sem þarf: 
Tortillur
Olive olía 
Salt/pipar

1. Skera tortillurnar í þríhyrninga 
2. Setja olíu í skál ásamt salt og pipar. 
3. Dýfa tortillu þríhyrningunum í olíuna og setja á ofnplötu með bökunarpappír. 
4. Elda tortillurnar þar til brúnar. 
5. Njóta með góðri ídýfu. 

Súper einfalt og gott! Mæli 100% með þessu. 22. desember – Jólatréð sett upp

Fórum seint í kvöld og keyptum lítið og sætt jólatré.
Svo gaman að setja upp fallegt tré og skreyta.
Njótið Þorláksmessunar með vinum og fjölskyldu.