Monday, April 14, 2014

Fjöruferðin mikla

Fór með bekknum mínum í fjöruferð.
Tók örfáar myndir í ferðalaginu okkar. 


Esjan fallega


Krossfiskar útum allt


Krabbakló


Júlía búin að finna sig


Koddi


Auðun & Chris að spá í lífinu


Rakel líka Helgu & Óla var smá kaltEldurinn okkar

Monday, March 17, 2014

Lokayfirferð – Mörkun/Branding

Það var lokayfirferð í dag á mörkunarverkefni sem síðasta vika fór í. Ég ákvað að marka eyjuna Ionu sem er lítil eyja rétt fyrir utan Skotland í stað þess að marka mig sjálfa. Var frekar sátt með útkomuna. Allir í bekknum voru með ótrúlega fín verkefni. Set inn myndir frá sýningunni á næstu dögum. Ef þið eigið leið hjá þá verða verkefnin uppi eitthvað fram í vikuna í LHÍ Þverholti.
Friday, February 21, 2014

Bára Gísla - The composer

Tók myndir af vinkonu minni kæru í gær. Hún er tónskáld og spilar á kontrabassa. Hún er óendanlega hæfileikarík. Þið getið hlustað á verkin hennar hér. 
Hér eru nokkrar myndir síðan í gær. 

---

Took some photos of my dear friend yesterday. She is a composer and she plays the double bass. She is super talented. You can listen to her work here.
Here are some photos from yesterday. 


Monday, February 10, 2014

Eitthvað til að lesa – Lokayfirferð

Var að klára kúrs þar sem farið var í uppsetningu á bókum og síðan orðabækur.
Í lokaverkefninu áttum við að vinna útfrá orðabókinni. Ég hannaði app leik fyrir krakka þar sem þau fylgja apa í gegnum ævintýri orða og sögu þeirra. Hér eru myndir af verkefni mínu og af fleiri verkefnum. Þau voru öll svo ólík og skemmtileg.

Mitt verkefni 


Myndir af öðrum verkefnum

Sunday, February 9, 2014

Kanínuleit í sólinni

Sólin kom í heimsókn í dag, tókuð kannski eftir henni. Ég fór í labbitúr uppí Öskujuhlíð í von um að sjá kanínur. Sá engar kanínur en fögur var hlíðin.


Tuesday, February 4, 2014

Teksture #1 – Zine

Ég og vinkona mín erum með mikið áferðar blæti og til þess að svala þorstanum ákváðum við að setja saman áferðar zine blað, handgert blað gefið út í örfáum eintökum. Við ætlum að gefa út blað í hverjum mánuði þar sem áferðir fá að njóta sín. Í okkar fyrsta ''blaði'' var þemað hreyfing. 
Við gefum blaðið út á Íslandi og Hollandi (þar sem Bára er búsett þar)
Ef þið nælið ekki í eintök (fríkeypis) þá ætlum við einnig að halda út síðu svo þið getið sem og við notið margsskonar áferða. Endilega fylgist með! Hér er linkurinn á bloggið: http://teksturezine.blogspot.com/
Monday, January 20, 2014

Mánudags göngutúr

Fór í smá labbitúr í hádeginu til að fá hugmyndir fyrir verkefni sem ég er að gera. 
Tók stuttann hring hjá skólanum mínum en það er margt og mikið að gerast rétt fyrir utan skólagluggann minn.