Sunday, July 27, 2014

Arnarstapi

Örfáar myndir frá fyrr í sumar þegar ég fór á Arnarstapa. Wednesday, June 18, 2014

Hversdagleikinn er fallegur

Hversdagsleikinn er fallegur, takið eftir því.
Hér eru nokkrar myndir frá filmum sem ég fór með í framköllun um daginn. 
Saturday, May 24, 2014

Raflost 2014

Ég skráði mig í auka áfanga svona rétt fyrir sumarið sem heitir Raflost. Þetta var vikulangt námskeið sem uppskar með verkum fimm ólíkra hópa. Megin áhersla í verkunum var að nota rafmagn. Hópurinn minn ákvað að vinna með vatn, hljóð og ljós. Útkoman kom skemmtilega vel (þar sem margpartinn af vikunni var maður pínu týnd).
Hér eru myndir bæði frá fyrirvinnunni og lokamynd verksins. 

Fyrirvinnan:Lokamyndin: 


video

video


Saturday, May 17, 2014

Segðu Hæ. – Final school project

Lokaverkefnið mitt fyrir fyrsta árið mitt í grafískri hönnun var Segðu Hæ. 
Getið like-að Segðu hæ. síðuna https://www.facebook.com/segduhae
Verkefnið var til að ýta undir meðvitund Íslendinga um að vera opin og glaðværari. 
Skemmtilegt verkefni unnið með skemmtilegum hópi. 

Núna er bara sumarfrí á næsta leyti! Vá! Gleðilegt sumar. 
Monday, April 28, 2014

Ex libris / Emblem

Hluti af verkefni í áfanganum Útópía og Alkemía sem er síðasti áfanginn fyrir sumarfrí. Ótrúlegt að heilt skólaár sé á enda. Búið að vera ótrúlega skemmtilegt ár, fullt af nýjum og skemmtilegum hlutum. Hlakka strax til næsta árs!

Monday, April 14, 2014

Fjöruferðin mikla

Fór með bekknum mínum í fjöruferð.
Tók örfáar myndir í ferðalaginu okkar. 


Esjan fallega


Krossfiskar útum allt


Krabbakló


Júlía búin að finna sig


Koddi


Auðun & Chris að spá í lífinu


Rakel líka Helgu & Óla var smá kaltEldurinn okkar

Monday, March 17, 2014

Lokayfirferð – Mörkun/Branding

Það var lokayfirferð í dag á mörkunarverkefni sem síðasta vika fór í. Ég ákvað að marka eyjuna Ionu sem er lítil eyja rétt fyrir utan Skotland í stað þess að marka mig sjálfa. Var frekar sátt með útkomuna. Allir í bekknum voru með ótrúlega fín verkefni. Set inn myndir frá sýningunni á næstu dögum. Ef þið eigið leið hjá þá verða verkefnin uppi eitthvað fram í vikuna í LHÍ Þverholti.