Ljósmyndasýningin Speglun - Pólar Festival 2013

Ég setti upp ljósmyndasýningu undir brú á Stöðvarfirði síðustu helgi. 
Langaði að hafa sýninguna úti þar sem hún spilaði soldið með umhverfið og speglun þess. 
Einnig hafði ég gaman hugsa til fólks prílandi undir brú, að fólk færi í eitthvað umhverfi sem það er óvant og skoði sig um. Finna krakkann í sér aftur og upplifa einnig falleg ný hljóð og lykt. 
Taka allt inn. 

Hér er partur af sýningar upplýsingum, svona til að gefa ykkur hugmynd um hvað ég var að spá: 

Sýningin var öll mynduð á polaroid vél (hér með vil ég afsaka krútt-hipster heitin) en það er alltaf ástæða fyrir því sem ég geri. Með því að mynda á þennan veg vildi ég skapa einskonar hugmyndavinnu, sem sagt sýningin er hugmyndavinnan mín á mínum eigin hughrifum og tilfinningum.


Hér eru síðan myndir af myndunum mínum:  Síðan náðum við nokkrum myndum á póló líka:
No comments: