Skapandi dagur #10

Ég hef verið að spá í leturgerð og uppsetningu blaða nýlega. Fór um daginn í bókabúðina á Hverfisgötunni. Þar get ég dundað mér tímunum saman,  farið í gegnum allt og ekkert þarna inni. Þessi bókabúð er algjör ævintýraheimur og uppfull af sögu (bókstaflega). Ég sankaði að mér nokkrum gömlum íslenskum tímaritum. Í þeim fann ég fallegar auglýsingar með fallegu letri og einnig litaðar ljósmyndir.
Þetta er algjört gull í mínum augum. Ég skannaði smá að því sem ég keypti til að sýna ykkur sem partur af skapandi degi #10.








1 comment:

ólöf said...

næs..

mæli með að þú gramsir líka í búðinni hans Heimis fyrir neðan verkstæðið hans Jóns Sæmundar (í sama porti og Dead búðin er núna) :)