Jóladagatal Ionu – 23.desember – Kisubekkurinn

Þorláksmessa lék létt við fólk og var margmenni í bænum í dag. Jólin á morgun! Búið að vera ótrúlega gaman að halda út smá dagatali hérna. Vona að einhverjir hafi notið góðs af því. Ég teiknaði upp bekkinn inn sem kisur og ætlaði að skanna þær allar inn í tölvuna og vinna en ég var svo lengi niðri í bæ að tími gafst ekki í kvöld. Tók myndir af teikningunum og skrifaði smá um hvern og einn.


Júlía:
Er mikið í röndóttu, brosmild, blíð en á sama tíma lúmskur nagli.

Dóra: 
Er algjört yndi, einlæg og dugleg. 
Vilt ekki hitta Dóru í vondu skapi þar sem hún er í herþjálfun hjá Mjölni. 

Guðmundur Péturs:
Er flinki drengurinn (samt pabbi) í gulu gollunni, algjör snilld.

Gréta: 
Ótrúlega falleg með frekjuskarð (samt engin frekja). 
Heldur uppá línuteikningar og comic sans. 

Helga Dögg: 
Er ákveðin með sterkar skoðanir á hlutunum. 
Er oft með húfu og trefil, stundum þreytt. 

Steinar: 
Hin hárfagri sláni með minimalískann stíl, t.d. hör skyrtur.

Þura Stína: 
Mega skutla sem er oft í feld, er plötusnúður og fýlar teyp.

Rakel: 
Mega fimleika krútt og ótrúlega flink í tölvuforritunum. Fersk úr Versló.

Alexandra: 
Hún er fræg tónlistakona og brosmilt krútt. 
Mikill húmor og gleði í kringum þessa. 

Arnór: 
Brosmildur og einlægur … gengur samt í hvítum sokkum.

Jónbjörn: 
Hann er mikið fyrir að kúra, þríhyrninga og pastel.

Alísa: 
Er rússnesk með svartan húmor. Rosa fín pía. 

Svava: 
Er mjög róleg og hljóðlát, skemmtilega öðruvísi.

Kinnar: 
Hún er mikið fyrir pallíettur og hafmeyjur. 
Ótrúlega litaglöð og brosmild.

Christopher: 
Er hálfur breti hálfur íslendingur (besta blandann), misskildur margt og mikið. 
Er mikið fyrir teitin … alla daga.

Guðmundur Snær: 
Er skemmtilegur og duglegur. 

Óli: 
Hann er gægjinn sem lærði að gera 3D á youtube = snilld! 
Hann er smá fasjón líka. 

Höddi: 
Krúttpabbinn sem vill öllum vel. 
No comments: