4.desember - Jólalykt

Hvað ætlar þú að gefa frænku þinni? ...
Stundum lendir maður í veseni yfir því hvað maður á að gefa í jólagjöf. Ein sniðugasta jólagjöf sem ég hef fengið og líka eins sú einfaldasta og fallegast var krukka með jólalykt. Þetta er mjög hentugt fyrir þá sem þola illa t.d. ilmkerti eða reykelsi. Lítil og sæt gjöf sem kostar næstum ekkert.

Það sem þú þarft til að búa til jólalykt í krukku er eftirfarandi:

- 1x Krukku.  > Ég notaði krukku sem var undir kókósolíu, tók bara límiðan af henni og skolaði.
- Fallegan borða/spotta. > Fékk spottan sem ég nota í Söstrene Grene. 
- Efnisbút yfir lok. > Einhvern fallegan og jólalegan
- Kanilstöng. > Keypti pakka af stöngum á 300 kr í Tiger
- Könglar/greni og annað sem gefur ''jólalega lykt''. > Fór í labbitúr í Hellisgerði í Hafnarfirði og safnaði könglum og greni. 


Útkoman er svo fín og jólaleg. Fullkomið að gefa lyktina með nokkrum piparkökum og bros á vör.
1 comment:

Anonymous said...

Svo fínt hjá þér :)