14.desember - Hvað á að gefa í jólagjöf ?

Að finna jólagjafir er stundum erfitt. Vildi gefa ykkur nokkrar hugmyndir til að hjálpa ykkur á síðasta sprettinum fyrir jól. Aðeins þessi helgi...síðan JÓL! Veeeei :)


Vinsælu Heico lamparnir. Til í mörgum týpum. Það eru til margar týpur, t.d. þessi sæta kanína á myndinni og einnig fullt af öðrum týpum. Getið séð hér.
Þessir lampar eru seldir í Farmers Market á Hólmaslóð 2 útá Granda. Mæli með þessum lömpum í jólapakkann . 


Íslensk tónlist
Mikið af góðri tónlist hefur verið gefin út á árinu og það er alltaf gott að styrkja íslenskt. 
Hljómsveitir eins og Retro Stefson, Hjaltalín og auðvitað Ásgeir Trausti. 
Margar hljómsveitir búnar að gefa út einnig á vínil.


Margareta inniskór. Hægt að kaupa þá í hvítu eða gráu. Kosta aðeins 2000 kr í Ikea. 
Sjá hér upplýsingar.



Íslenskar bækur. Rosa stór bókaflóra þessi jól. Hægt að finna fyrir grafíska hönnunin, píuna og einnig ævisögu elskandann. Fullt í boði. Munið! Reynum að kaupa alltaf eitthvað íslenskt í jólagjafirnar. 



Síðan auðvitað FARMERS MARKET ;) 









No comments: