Mustage March


MottuMars hefur líklega ekki farið framhjá neinum síðustu vikur þar sem flest allir karlmenn (sen geta) hafa verið að láta sér vaxa mottur.
Mér persónulega finnst þetta mjög fyndið og skemmtilegt. Þegar rölt er niður Laugarveginn í veturkuldanum hlýnar manni í hjartað að sjá fullorðna menn með ræfilslegar mottur.
Það að safna mottum í marsmánuði er til að vekja athygli á krabbameini og finnst mér þetta vera með eindæmum góð hugmynd. Það er einnig rosalega vel séð að þetta er bara einn mánuður en ekki fleiri :)

Föður mínum og litla bróður finnst þetta þó ekki vera eins góð hugmynd og mér en skelltu þó á sér gervi-mottu í tilefni mánaðarins og leyfðu mér að mynda sig.
Mér finnst þeir 'púlla' mottuna með eindæmum vel :)
Gleðilegan MottuMars





3 comments:

Alma Gytha said...

Mikið rosalega eru þessir flottir! heehe : P

Úlfar said...

Ég vildi að ég gæti vaxið mottu, þá mundi vera mottumars alla daga!

ólöf said...

vá hvað yngri bróðir þinn er líkur eldri bróður þínum!

Mér finnst þetta gott framtak, mottumars. Geri mitt besta til að styrkja þetta - þó mér vaxi reyndar ekki motta haha. Er samt svolítill hræsnari - er ekkert of ánægð með að kærastinn minn skarti þessu, haha..eins gott að þetta er bara mánuður..