Ekta Útsala!

Jæja núna eru útsölur á Íslandi í fullri siglingu. Maður leggur vinnu í það að fara í Kringluna/Smáralind til að reyna gera kosta kaup en maður verður alltaf fyrir vonbrigðum. Oft er auglýst 50-70% afsláttur! og síðan fer maður með von í hjarta sem er fljótlega er drepin þegar í búðina er komið. Aðeins eitt afsláttarborð með gömlum tuskum, VEI! ég elska útsölur. Ég viðurkenni það alveg að vera stundum heppin, eins og um daginn fann ég gullfallegan og klassískan svartan kjól í Zöru en sá fjarsjóður er aðeins einstök heppni.

Ég vil samt sem áður ekki alhæfa allar búðir á Íslandi, það eru auðvitað búðir sem leggja sitt að mörkum og halda ekta útsölur líkt og búðin Gyllti Kötturinn á Austurstræti. Þar eru vörurnar á 50% afslætti! Skór og föt! Verðdæmi: Skópar er á 7000 kr!
Ég gerði mjög góð kaup í dag þar og mæli með því að allir skutlist þangað, nýtið matarhléð ykkar ef þess þarf. Þessi útsala er þess virði.

Hér eru myndir af skópörunum og skyrtunum sem ég keypti í dag. Spurning að kíkja aftur ;)






3 comments:

Anonymous said...

Ohh...Iona! Öfund.
Flottarstir þessir fyrstu.

Berglind said...

Skyrturnar eru frábærar! Hvað greiddiru fyrir þær?

The AstroCat said...

Skyrturnar voru á milli 3000-4000 kr.