IIIF Design

Í dag kíkti ég á fallega sýningu í frönskuskólanum á Tryggvagötunni.
Þar var til sýnis falleg hönnun úr hreindýraafurðum undir hönnunarnafninu IIIF. 
Þetta er hönnunartríó skipað tveimur íslenskum stelpum, Öglu Stefánsdóttur og Sigrúnu Höllu Unnarsdóttur ásamt frönskum dreng, honum Thibaut Allgayer.
Saman hönnuðu þau fallegar vörur sem skapa einstaklega stílhrein heild sem heillaði mig rosalega. 
Þrátt fyrir að vinna með gróft efni (hreindýrahorn og leður) ná þau að skapa léttleika og einfalda fegurð. Mig langar óendanlega mikið í hálsmen frá þeim!
Sýningin var sett upp á bókasafni frönskuskólans þar sem vörurunar voru settar upp ásamt sterkum ljósmyndum teknar af Magnúsi Andersen

Hlakka til að fylgjast með þessu hönnunarmerki í framtíðinni. 
Skoðið heimasíðuna þeirra hér og like-ið þau á facebook hér.












1 comment:

Anonymous said...

Falleg hönnun.

Kveðja, Anna