Ylja - íslensk tónlist

Fór á yndislega tónleika hjá hljómsveitinni Ylju. Tónleikarnir voru á fimmtudaginn á nýja hostelinu Loft. Fýla hvað þessi hljómsveit er þægileg og skemmtileg. 
Hljómsveitin spilaði bæði tónlist eftir sig og síðan örfá cover lög. 
Ylja er nýlega búin að fá slatta athygli fyrir cover-ið sitt á nýja Daft Punk laginu Get lucky. Sjá hér
Persónulega finnst mér þeirra eigin lög vera óendanlega falleg og cover lögin eiginlega óþörf. Samt sem áður alltaf skemmtileg þegar sveitum tekst að taka cover á frægum lögum og ná að gera þau að sínu eigin líkt og Ylja gerir með Get Lucky. 

Ef þú þekkir ekki til hljómsveitarinnar mæli ég eindregið með því að þú takir smá youtube session og like-ir þau á FB hér.

Uppáhaldið lagið mitt er Út.Símamyndir frá tónleikunum síðastliðinn fimmtudag


No comments: