Skapandi dagur #7

Heil vika liðin af öðruvísi meistaramánuðinum.
Dagurinn í dag byrjaði klukkan 10 og var skapandi framm eftir degi. Ég er í stúdentaleikhúsinu. Mun leika í leikritinu sem verður frumsýnt í nóvember. Er að leika og einnig að hjálpa við að skapa heiminn í kringum leikritið. Leikritið heitir Nashyrningarnir og er eftir Eugene Ionesco. Eitt af verkefnum sem ég hef fengið er að búa til öðruvísi nashyrningabúning. Hugmyndavinnan er búin að vera skemmtileg og hér er partur af skissum af hugmyndum, litum og áferðum sem ég er búin að sanka að mér.

Kláraði fyrstu vikuna á mínum öðruvísi meistaramánuði á pizzu hjá bestu pizzubakara landsins.
Takk fyrir mig Elín :)

PizzuMeistarinn! No comments: