Fjársjóðskistan útá Granda - Farmers Market.

Er byrjuð að vinna sem búðastelpa í hlutastarfi hjá Farmers Market. Búðin er staðsett á Hólmaslóð 2 útá Granda. Ég mæli eindregið með því að fólk taki sig til og kíkji í búðina. Þar leynast miklar gersemar, t.d. Farmers Market fatnaður á alla fjölskylduna og gjafavörur frá skemmtilegum merkjum. Fallegu lamparnir frá Heico eru til dæmis til sölu þarna. 
Þetta er sannkölluð fjársjóðskista. Hér fyrir neðan eru myndir sem ég tók af búðinni.