Geysir

Geysir er búð á Skólavörðustíg 16. Þessi búð er fullkomin fyrir þá sem eru í einhverjum vanda um hvað skal gefa í jólagjöf í ár. Búðin selur t.d.  íslenska ullarhönnun og Fjallraven bakpoka og fatnað.
Gaman er að segja einnig frá því að litla systir mína var á öðru hverju strætóskýli um daginn til að auglýsa þessa búð. Hér að neðan eru myndirnar tvær teknar af honum Ara Magg og hönnunin er eftir konu hans Auði Karitas, bæði rosalega hæfileikaríkt fólk.

Ég hvet ykkur öll að kíkja í búðina fyrir jól, finnið pottþétt eitthvað!7 comments:

Heiðdís Lóa said...

Váá fallegar myndir

Halla said...

Ægifögur Alma.

Anonymous said...

Gullfalleg og fötin einnig, ég kíki fyrir jól í Geysi

alfheidurerla said...

sæta Alma :-)

The Bloomwoods said...

tók alveg sérstaklega eftir þessum auglýsingum!
mjög flottar :)
H

Ása Ottesen said...

Rosa fallegar myndir** Þú ert með einstaklega fallegt hár og augu :)

The AstroCat said...

Híhí...þetta er systir mín ;) Hún er jú með fallegt hár og augu.