Fjallraven Kanken

Var að koma heim frá Kaupmannahöfn. Yndislegir fimm dagar með kærastanum. Við versluðum of mikið!!
Við keyptum okkur bæði Fjallraven bakpoka. Fjallraven merkið er þekkt fyrir sætu og sterku bakpoka sína en þetta merki selur einnig útivistarfatnað og margt fleira einnig. Skoðið heimasíðu Fjallraven hér.

Ég fékk mér steingráann bakpoka eins og þessi hér að neðan en það eru endalausir möguleikar þegar kemur að lit á þessum bakpokum.

Ef þú átt ekki svona bakpoka þá mæli ég með honum, mjög þægilegur fyrir skólabækur og fartölvuna. 

2 comments:

ólöf said...

Fjallraven eru góðir pokar..:) ég átti einn einu sinni, en hann er því miður tröllum týndur..velkomin heim:)

Bára Bjarnadóttir said...

Haha mér var einmitt hugsað til þín þegar ég sá að Geysir er að auglýsa þessa bakpoka í fréttablaðinu í dag :)
...kannski ég hermi eftir þér. Þegar þessum blankheitum lýkur ;)