Make Do & Mend

Ég vinn í félagsmiðstöðinni Vitanum í Lækjarskóla, Hfj.
Seinnasta laugardag fékk ég það skemmtilega verkefni að fylgja liðinu frá Vitanum á Stíll hönnunarkeppni félagsmiðstöðva sem var haldin í Vetrargarðinum í Smáralind.
Þemað í keppninni var endurvinnsla. Keppendurnir þurftu því að koma með hönnun (fatnað) sem gæti túlkað endurvinnslu á einhvern hátt.

Þegar ég sat og horfði á keppnina rifjaðis upp fyrir mér ljósmyndir teknar af Tim Walker fyrir Vouge þar sem fatnaðurinn er endurunninn úr sérkennilegum hlutum. Mjög skemmtilegt.
Skoðið þessa myndaséríu:

P.s. Hef ég einhvern tíman nefnt hversu mikill aðdáandi Tim Walker ég er :)

2 comments:

Alma Gytha said...

óhjá
hann er svo góður ljósmyndari!

Ása Ottesen said...

Ég elska Tim...Love him