Að fara á Gay Pride í ár er einn af þeim hlutum sem ég er með á to-do listanum áður en ég flyt til Englands í september. Ég hef aldrei farið og horft á sjálfa skrúðgönguna. Gerði það í dag í grenjandi rigningunni. Þetta var eitthvað nýtt fyrir mér, mikil litagleði réð ríkjum í bænum þrátt fyrir rigninguna. Fjöldi fólks kom saman á Lækjargötunni til að sjá skemmtilegu skrúðgönguna sem er hápunktur Gay Pride hátíðarinnar. Ég varð frekar snortin af öllum þessum hátíðarhöldum þar sem einn af vögnunum var tómur tileinkaður fólki útí heimi sem geta ekki fagnað þessum réttindum líkt og hér á Íslandi. Í dag var ég stolt af því að vera Íslendingur þar sem maður getur verið eins og maður er.
1 comment:
Æðislegar myndir að vanda
Post a Comment