Öskudagur aka. Icelandic Halloween

Krakkar eru ekki eins frumleg í búningarvali (Mynd eftir Helen Levitt)


Eins og margir tóku eftir var Öskudagurinn alræmdi síðastliðinn föstudag. Á Öskudegi vakna yngstu kynslóðirnar á undan sólinni, klæða sig upp í allskyns skrípalík og stefna útí kuldan í von um smá sælgæti í skipti við undurfagran söng.
Eða að minnstakosti var það þannig þegar ég var á þeim árum sem hefð var fyrir búningum, nammi og andlitsmálinu.

Hvað hefur gerst? Núna fara börn í skólann á þeim degi sem á að vera helgaður sælgæti og ólátum. Mér finnst eins og allur ''sjarmörinn'' sé horfin úr Öskudeginum. Það eru ekki eins margir krakkar að leggja upp úr búningunum eins og í gamla daga.

Seinasta miðvikudag varð ég fyrir frekar miklum vonbrigðum þegar ég rölti niður Laugarveginn. Ég tók alveg eftir að það var Öskudagur því nammi bréfin sem fuku í andlitið á mér voru fleiri en venjulega. En það sem valdi mér vonbrigðum var það að krakkar voru aðeins í einhverjum klikkuðum litum og búin að lita á sér hárið. Síðan má nefna þá ótalmörgu stelpuhópa sem voru annaðhvort kanínur eða kisur, enn frumlegt.

Ég fann fyrir sorg í hjarta mínu þegar ég labbaði á þessum kuldalega miðvikudegi.
En það var þó ein ung stúlkukind (líklegast í kringum 12 ára aldurinn) sem náði auga mínu fyrir glæsilegan búning. Þessi stúlka var fín pússuð og sæt í uppháu, rósóttu pilsi með hvíta hanska á höndum sér og eldrauðan varalit. Til að toppa þetta allt var hún með svartan hatt með neti sem fór yfir hálft andlitið. Þessi búningur var æði og mjög leiðinlegt að ég náði ekki mynd af henni. Þessi óþekkta stelpa á hrós skilið fyrir fallegan búning og hefur hún kvatt mig til að punta mig upp næsta Öskudag og að kenna yngri kynslóðunum hvernig þetta er gert.

Stúlkan var i þessu stíl, hversu fabulous er hægt að vera?


The A.Cat

1 comment:

Anonymous said...

Alveg sammála þér.

Hvað varð um búninganna eins og risa ormur?